Segja dóm Félagsdóms ekki standast skoðun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 14:25 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Mynd/BHM Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“ Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira