Segja dóm Félagsdóms ekki standast skoðun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 14:25 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Mynd/BHM Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“ Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Fleiri fréttir Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir