Alls greindust þrjú kórónuveirusmit við landamæraskimun í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Virk smit á landinu eru nú níu, en voru átta í gær. Tveir hafa þá náð bata síðan í gær.
Alls hafa því 1.827 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins, þar af fjórtán við landamæraskimun. Á covid.is segir að af þeim fjórtán sem hafi greinst við landamæraskimum séu tíu ekki smitandi, tveir smitandi og beðið sé eftir upplýsingum í tilvikum tveggja.
Síðasta sólarhringin voru tekin 1.413 sýni við landamæri, þrettán hjá Íslenskri erfðagreiningu og 73 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Alls eru 249 manns í sóttkví og fækkar þeim um þrjátíu milli daga.
Alls hafa 71.571 sýni hafa nú verið tekin hér á landi frá upphafi faraldurs.