Tónlistarmaðurinn Jónsi, forsprakki Sigur Rósar, hefur gefið út plötuna Shiver sem er hans fyrsta sólóplata í áratug.
Platan kemur út 2. október á vegum Krunk útgáfunnar. Tónlistarkonurnar Liz Fraser úr Cocteau Twins og Robyn koma báðar fram á nýju plötunni og stofnandi PC Music, A.G. Cook, sér um upptökustjórn að hluta.
Í dag kom út lagið Swill af plötunni ásamt tónlistarmyndbandi leikstýrt af Barnaby Roper með hreyfihönnun eftir Pandagunda.
Hér að neðan má sjá myndbandið.