Dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir kókaín- og metamfetamínsmygl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 17:33 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sergio Andrade Gentill var í dag dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þann 3. mars síðastliðinn flutti hann tæp tvö kíló af kókaíni og rúm fjögur grömm af metamfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin flutti hann í farangri sínum í flugi til Keflavíkur. Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag, segir að Gentill hafi játað brot sitt skýlaust fyrir dóminum. Eins samþykkti hann kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin yrðu gerð upptæk. Með játningunni, sem ekki var dregin í efa af dóminum, þótti sannað að Gentill hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að hinn ákærði gekkst við sakargiftum frá upphafi rannsóknarinnar á máli hans og taldist það til refsimildunar. Hins vegar var einnig litið til þess að Gentill flutti hingað til lands „hættuleg fíkniefni af þó nokkrum styrkleika sem hann vissi eða mátti vita að var ætlað til söludreifingar hér á landi,“ og var það honum til refsiþyngingar. Til frádráttar þeim tveimur árum og tveimur mánuðum sem Gentill var dæmdur til að afplána kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars síðastliðnum. Eins var Gentill gert að greiða 1.033.946 krónur í sakarkostnað, þar af 744.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, sem og rúmlega 63.000 króna aksturskostnað verjanda. Dómsmál Fíkn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sergio Andrade Gentill var í dag dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þann 3. mars síðastliðinn flutti hann tæp tvö kíló af kókaíni og rúm fjögur grömm af metamfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin flutti hann í farangri sínum í flugi til Keflavíkur. Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag, segir að Gentill hafi játað brot sitt skýlaust fyrir dóminum. Eins samþykkti hann kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin yrðu gerð upptæk. Með játningunni, sem ekki var dregin í efa af dóminum, þótti sannað að Gentill hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að hinn ákærði gekkst við sakargiftum frá upphafi rannsóknarinnar á máli hans og taldist það til refsimildunar. Hins vegar var einnig litið til þess að Gentill flutti hingað til lands „hættuleg fíkniefni af þó nokkrum styrkleika sem hann vissi eða mátti vita að var ætlað til söludreifingar hér á landi,“ og var það honum til refsiþyngingar. Til frádráttar þeim tveimur árum og tveimur mánuðum sem Gentill var dæmdur til að afplána kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars síðastliðnum. Eins var Gentill gert að greiða 1.033.946 krónur í sakarkostnað, þar af 744.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, sem og rúmlega 63.000 króna aksturskostnað verjanda.
Dómsmál Fíkn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira