Ekki lengur varað við ferðum til opinna Evrópuríkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 16:48 Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Lítil umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll vegna faraldursins síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira