Stærstu félagskipti í rafíþróttum á Íslandi Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 23. júní 2020 17:45 MYND/ Dusty Rafíþróttaliðið Dusty hefur staðfest að liðið ætli ekki að endurnýja samninga við CS:GO leikmennina Pál Sindra (Pallib0ndi), Hafþór Örn (detinate), Sverri Hjaltested (dell1), Alfreð Leó (allee), Antonio Salvador (Tony) og Stefán Dagbjartsson (Clvr). Þessir leikmenn hafa unnið fjóra titla á Íslandi frá því þeir gengu til liðs við Dusty, meðal annars Íslandsmeistaratitilinn 2019. Í stað þeirra hefur Dusty gengið frá félagaskiptasamning við Rafíþróttadeild Fylkis og hafa tryggt sér þá Bjarna Þór (Bjarni), Eðvarð Þór (Eddezen), Gunnar Ágúst (Ronin), Stefán Inga (StebbiC0C0) og Þorstein Friðfinnsson (ThorsteinnF) en allir koma þeir frá Íslandsmeistaraliði Fylkis. Dusty menn hafa getið sér gott orð fyrir að vera með fremstu liðum landsins í rafíþróttum á Íslandi og hafa þeir unnið til ótalmargra verðlauna í CS:GO og League of Legends síðasta eina og hálfa árið, eða frá því félagið var stofnað. En til gamans má geta að Dusty er eina einkarekna íþróttalið landsins. Ásbjörn Daníel, framkvæmdastjóri og eigandi liðsins hafði þetta að segja: „Þetta eru stór tímamót fyrir okkur í Dusty, um leið og við kveðjum gríðarlega hæfileikaríkan leikmannahóp sem hefur fært liðinu marga titla þá erum við að fá til okkar þá leikmenn sem okkur þykir hvað mest spennandi á Íslandi í dag, sérstaklega til framtíðar litið. Þetta eru gríðarlega metnaðarfullir strákar sem við fáum í þeim Bjarna, Edda, Gunna, Stebba og Steina og okkur hlakkar mikið til þess að taka slaginn með þeim.“ Það gleður okkur að tilkynna nýjan leikmannahóp Dusty í #CSGO! Við hlökkum til að byggja ofan á þann gríðarlega góða...Posted by Dusty on Monday, 22 June 2020 Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn
Rafíþróttaliðið Dusty hefur staðfest að liðið ætli ekki að endurnýja samninga við CS:GO leikmennina Pál Sindra (Pallib0ndi), Hafþór Örn (detinate), Sverri Hjaltested (dell1), Alfreð Leó (allee), Antonio Salvador (Tony) og Stefán Dagbjartsson (Clvr). Þessir leikmenn hafa unnið fjóra titla á Íslandi frá því þeir gengu til liðs við Dusty, meðal annars Íslandsmeistaratitilinn 2019. Í stað þeirra hefur Dusty gengið frá félagaskiptasamning við Rafíþróttadeild Fylkis og hafa tryggt sér þá Bjarna Þór (Bjarni), Eðvarð Þór (Eddezen), Gunnar Ágúst (Ronin), Stefán Inga (StebbiC0C0) og Þorstein Friðfinnsson (ThorsteinnF) en allir koma þeir frá Íslandsmeistaraliði Fylkis. Dusty menn hafa getið sér gott orð fyrir að vera með fremstu liðum landsins í rafíþróttum á Íslandi og hafa þeir unnið til ótalmargra verðlauna í CS:GO og League of Legends síðasta eina og hálfa árið, eða frá því félagið var stofnað. En til gamans má geta að Dusty er eina einkarekna íþróttalið landsins. Ásbjörn Daníel, framkvæmdastjóri og eigandi liðsins hafði þetta að segja: „Þetta eru stór tímamót fyrir okkur í Dusty, um leið og við kveðjum gríðarlega hæfileikaríkan leikmannahóp sem hefur fært liðinu marga titla þá erum við að fá til okkar þá leikmenn sem okkur þykir hvað mest spennandi á Íslandi í dag, sérstaklega til framtíðar litið. Þetta eru gríðarlega metnaðarfullir strákar sem við fáum í þeim Bjarna, Edda, Gunna, Stebba og Steina og okkur hlakkar mikið til þess að taka slaginn með þeim.“ Það gleður okkur að tilkynna nýjan leikmannahóp Dusty í #CSGO! Við hlökkum til að byggja ofan á þann gríðarlega góða...Posted by Dusty on Monday, 22 June 2020
Vodafone-deildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn