Mun Miðflokknum takast að koma í veg fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ólafur Ingi Tómasson skrifa 23. júní 2020 10:00 Miðflokkurinn stundar nú málþóf á þingi og talar við sjálfan sig klukkutímunum saman. Markmiðin virðast skýr; koma í veg fyrir einhverjar mestu uppbyggingu, og flýtingu mjög brýnna og stórra samgönguframkvæmda um land allt, svo lengi sem elstu menn muna og þá fjölgun starfa sem af þeim framkvæmdum munu hljótast. Allt virðist þetta vera gert til að koma í veg fyrir að íbúar og ferðamenn þessa lands búi við sama umferðaröryggi og tíðkast í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Mun seinka öllum framkvæmdum Málið er einfalt; náist ekki að klára samgönguáætlun fyrir þinglok og frumvörp sem eru henni tengd mun allri vinnu við fyrirliggjandi samgönguframkvæmdir tefjast sem því nemur. Ástæðan er sú að Vegagerðinni skortir nauðsynlegar heimildir til að ganga frá samningum, útboð frestast sem síðan hefur það í för með sér að frestun verður á öllu verkinu. Hér erum við að tala um framkvæmdir sem snerta okkur Hafnfirðinga mjög og alla þá sem keyra um svæðið og nágrenni. Hér erum við m.a. að tala um nauðsynlegar úrbætur hjá hringtorginu við Lækjargötu og áfram, ásamt framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Sú framkvæmd tekur við af þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi á Reykjanesbrautinni, og við höfum öll tekið eftir og orðið var við, þ.e. tvöföldun frá Kaldárselsvegi – Krýsuvíkurvegi. Það er mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla að samgönguáætlun klárist. Vonandi sjá þessir ágætu þingmenn Miðflokksins að sér, en það verður að teljast ólíklegt. Ágúst Bjarni er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Ólafur Ingi formaður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Alþingi Samgöngur Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn stundar nú málþóf á þingi og talar við sjálfan sig klukkutímunum saman. Markmiðin virðast skýr; koma í veg fyrir einhverjar mestu uppbyggingu, og flýtingu mjög brýnna og stórra samgönguframkvæmda um land allt, svo lengi sem elstu menn muna og þá fjölgun starfa sem af þeim framkvæmdum munu hljótast. Allt virðist þetta vera gert til að koma í veg fyrir að íbúar og ferðamenn þessa lands búi við sama umferðaröryggi og tíðkast í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Mun seinka öllum framkvæmdum Málið er einfalt; náist ekki að klára samgönguáætlun fyrir þinglok og frumvörp sem eru henni tengd mun allri vinnu við fyrirliggjandi samgönguframkvæmdir tefjast sem því nemur. Ástæðan er sú að Vegagerðinni skortir nauðsynlegar heimildir til að ganga frá samningum, útboð frestast sem síðan hefur það í för með sér að frestun verður á öllu verkinu. Hér erum við að tala um framkvæmdir sem snerta okkur Hafnfirðinga mjög og alla þá sem keyra um svæðið og nágrenni. Hér erum við m.a. að tala um nauðsynlegar úrbætur hjá hringtorginu við Lækjargötu og áfram, ásamt framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Sú framkvæmd tekur við af þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi á Reykjanesbrautinni, og við höfum öll tekið eftir og orðið var við, þ.e. tvöföldun frá Kaldárselsvegi – Krýsuvíkurvegi. Það er mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla að samgönguáætlun klárist. Vonandi sjá þessir ágætu þingmenn Miðflokksins að sér, en það verður að teljast ólíklegt. Ágúst Bjarni er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Ólafur Ingi formaður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar