Katrínu Tönju líður betur og meira eins og henni sjálfri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur gefið sér tíma fyrir sig sjálfa síðustu daga og átti það svo sannarlega inni eftir tvær erfiðar vikur. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tekið þátt í einni sinni erfiðustu þraut á ferlinum síðustu vikur með því að berjast af fullum krafti fyrir breytingum hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja var með þeim fyrstu til að gagnrýna stjórn CrossFit samtakanna og ástæðan fyrir grimmri afstöðu hennar kom enn betur í ljós með afhjúpandi grein í New York Times um helgina. Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að fórna ferli sínum í CrossFit af því að hún var ekki tilbúin að standa með þeim mönnum sem höfðu stýrt CrossFit svo lengi með karlrembu og kvenfyrirlitningu. Greinin í New York Times var vissulega ljótur lestur en hún var líka lóð á vogarskálar Katrínar Tönju og fleiri sem heimta alvöru breytingar á stjórn CrossFit. Fyrsta færsla Katrínar Tönju eftir þessa grein var líka mun léttari og jákvæðari en hinar sem fóru á undan þar sem hún gagnrýndi forystuna harðlega. Eftir nokkrar vikna ástand þar sem mikið gekk á þá tókst Katrínu Tönju að finna tíma fyrir sjálfan sig um helgina eins og hún segir frá í sinni nýjustu færslu. View this post on Instagram Finally starting to feel a lot more like myself again & a big part of that is TAKING THE TIME for myself again: sleeping well, training hard & these quiet, relaxing 22 mins out of my day to stretch, breathe & just BE ?????????? @gowod_mobilityfirst - #Gowod #Mobility #MobilityFirst A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 22, 2020 at 9:14am PDT „Loksins er mér farið að líða meira eins og ég sjálf aftur. Stór partur af því er að ég tók mér tíma fyrir mig sjálfa. Ég svaf vel, æfði af krafti og nýtti mér vel 22 hljóðlátar mínútur til að slappa af, teygja, anda og vera ég sjálf,“ skrifaði Katrín Tanja. Hún var líka fljót að fá stuðning frá löndu sinni Anníe Mist Þórisdóttur. „Svooo falleg, nauðsynlegt að fá smá tíma fyrir ÞIG,“ skrifaði Anníe Mist. Eins og kom vel fram í viðtali Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Stöð 2 Sport og Vísi í síðustu viku þá hefur hún tekið þetta erfiða mál inn á sig. Það er því gott að lesa að henni sé að takast að finna ró og sig sjálfa á ný. CrossFit Tengdar fréttir Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00 Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tekið þátt í einni sinni erfiðustu þraut á ferlinum síðustu vikur með því að berjast af fullum krafti fyrir breytingum hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja var með þeim fyrstu til að gagnrýna stjórn CrossFit samtakanna og ástæðan fyrir grimmri afstöðu hennar kom enn betur í ljós með afhjúpandi grein í New York Times um helgina. Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að fórna ferli sínum í CrossFit af því að hún var ekki tilbúin að standa með þeim mönnum sem höfðu stýrt CrossFit svo lengi með karlrembu og kvenfyrirlitningu. Greinin í New York Times var vissulega ljótur lestur en hún var líka lóð á vogarskálar Katrínar Tönju og fleiri sem heimta alvöru breytingar á stjórn CrossFit. Fyrsta færsla Katrínar Tönju eftir þessa grein var líka mun léttari og jákvæðari en hinar sem fóru á undan þar sem hún gagnrýndi forystuna harðlega. Eftir nokkrar vikna ástand þar sem mikið gekk á þá tókst Katrínu Tönju að finna tíma fyrir sjálfan sig um helgina eins og hún segir frá í sinni nýjustu færslu. View this post on Instagram Finally starting to feel a lot more like myself again & a big part of that is TAKING THE TIME for myself again: sleeping well, training hard & these quiet, relaxing 22 mins out of my day to stretch, breathe & just BE ?????????? @gowod_mobilityfirst - #Gowod #Mobility #MobilityFirst A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 22, 2020 at 9:14am PDT „Loksins er mér farið að líða meira eins og ég sjálf aftur. Stór partur af því er að ég tók mér tíma fyrir mig sjálfa. Ég svaf vel, æfði af krafti og nýtti mér vel 22 hljóðlátar mínútur til að slappa af, teygja, anda og vera ég sjálf,“ skrifaði Katrín Tanja. Hún var líka fljót að fá stuðning frá löndu sinni Anníe Mist Þórisdóttur. „Svooo falleg, nauðsynlegt að fá smá tíma fyrir ÞIG,“ skrifaði Anníe Mist. Eins og kom vel fram í viðtali Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Stöð 2 Sport og Vísi í síðustu viku þá hefur hún tekið þetta erfiða mál inn á sig. Það er því gott að lesa að henni sé að takast að finna ró og sig sjálfa á ný.
CrossFit Tengdar fréttir Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00 Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira
Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. 22. júní 2020 08:00
Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00
„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00
Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47
Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00