Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:03 Lúsmýið er komið til að vera. MYND/ERLING ÓLAFSSON Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10