Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:03 Lúsmýið er komið til að vera. MYND/ERLING ÓLAFSSON Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að um tíu dagar séu frá því að fregnir fóru að berast um endurkomu lúsmýsins. „Þetta byrjar oftast nær í Hvalfirði, Mosfellsbænum, Reykjavík og fyrir austan. Þetta er voða bundið frá Holtavörðuheiði og suður með,“ segir Steinar. Þá segir hann bestu vörnina við þessum skæðu smáflugum vera að hafa einfaldlega ekki opið út. „Málið er að besta vörnin er að hafa bara allt lokað en þær eru gríðarlega litlar. Þetta eru ekki nema 0,8 millimetrar og þær ná að smjúga inn um mjög litlar rifur.“ Hann segir að flugurnar komi inn til að leita að blóði til að sjúga. Þær þurfi blóð til að fjölga sér og er það því hluti af æxlunarferli þeirra að bíta mannfólk. „Þetta tímabil eru fjórar til sex vikur, svipað og hjá öllum öðrum svona mýflugutegundum en þær sækja mest á mann fyrst til að komast í blóðið og gera allt til að komast að matarborðinu og við erum matarborðið fyrir þær.“ Hann segir það ekki mikla lausn að hafa viftur inni í herbergjum til að forðast lúsmýbit. Þær fljúgi einfaldlega fram hjá þar sem ekki blæs og „éta þig þar. Þær þurfa bara að komast í blóð, komast í næringu og þeim er alveg sama hvernig þær fara að því.“ „Alls konar trix sem maður er búinn að heyra og ég er að sjá nánast daglega menn senda myndir af hrossaflugum, „þetta er lúsmý“ og „ég var bitinn svona,“ og maður sér að það er flóabit. Það er allt bara skellt á lúsmýið en það getur verið svo margt margt annað sem er að bíta okkur.“ Hann segir lúsmýið komast hjá ýmsum flugnagildrum sem fólk notar almennt, þar á meðal rafmagnsgrindur en þær fljúgi léttilega í gegn um þær. Það eina sem virki séu flugnanet í réttri stærð sem komið er fyrir glugga. „Það þarf að vera 20x20 og það er þá mælt þannig að það séu tuttugu rúður á hverjum sentimetra, bæði á lengdina og breiddina, hún fer ekki í gegn um það. En það er ofboðslega fínt net. Venjulega flugnanetið er mun stærra, það er sko 12 eða 15, eitthvað svoleiðis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44 Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá í Bítinu 5. maí 2020 06:44
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10