Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira