Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld.
Eins og sjá má lék allt á reiðiskjálfi í húsinu og heyra má talsverðar drunur. Í færslu Veðurstofunnar á Facebook sem fylgir myndbandinu segir að húsið sé um 60 kílómetra frá upptökum skjálftans, sem er sá næststærsti í þeirri skjálftahrinu sem nú er í gangi norður af Siglufirði.
„Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur,“ segir í færslu Veðurstofunnar en skjálftinn fannst víða um land.
Umrætt myndband má sjá hér að neðan.