Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 10:30 Valgeir Valgeirsson á fullri ferð í leik HK og KR en Valgeir skoraði fyrsta mark HK og lagði upp mark númer tvö. Vísir/HAG HK kom flestum ef ekki öllum á óvart um helgina þegar liðið vann 3-0 sigur Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. HK-ingarnir Valgeir Valgeirsson og Jón Arnar Barðdal voru báðir með mark og stoðsendingu í leiknum og á milli marka þeirra skoraði síðan bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson. Það var ekki bara að HK næði að sigra meistarana á þeirra eigin heimavelli heldur einnig það að vinna leikinn með þriggja marka mun. Íslandsmeistarar hafa mörgum sinnum tapað á heimavelli undanfarin ár og Valsmenn töpuðu meðal annars fjórum sinnum á Hlíðarenda á síðustu leiktíð. Það þarf hins vegar að fara allt til sumarsins 2012 til að finna stærra tap ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli. Sigur HK á Meistaravöllum á laugardaginn var stærsti sigur liðs á Íslandsmeisturum á þeirra eigin heimavelli síðan að Blikar mættu á sama KR-völl 16. september 2012. Blikar unnu þá 4-0 sigur. Meðal markaskorara Blika í þeim leik var Kristinn Jónsson sem spilar með KR í leiknum um helgina. Hin mörkin þeirra skoruðu Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson. Það voru aftur á móti aðeins tveir leikmenn KR í dag sem tóku líka þátt í hinum skellinum. Aron Bjarki Jósepsson byrjaði báða leikina fyrir KR og Atli Sigurjónsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir tæpum átta árum. Rúnar Kristinsson var líka þjálfari KR í þessum leik en aðstoðarþjálfarinn Bjarni Guðjónsson var þá inn á vellinum með fyrirliðabandið. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, var leikmaður KR þetta sumar en hafði þarna verið lánaður til norska félagsins Sandness Ulf. Síðustu tapleikir ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli: 2020: KR-HK 0-3 2019: Valur-KR 0-1 2019: Valur-FH 2-3 2019: Valur-Breiðablik 0-1 2019: Valur-ÍA 1-2 2017: FH-Breiðablik 0-1 2017: FH-KR 0-1 2017: FH-Víkingur Ó. 0-2 2017: FH-Fjölnir 1-2 2016: FH-KR 0-1 2015: Stjarnan-Breiðablik 0-1 2015: Stjarnan-Valur 1-2 2015: Stjarnan-KR 0-1 2015: Stjarnan-Fjölnir 1-3 2014: KR-Stjarnan 2-3 2014: KR-FH 0-1 2014: KR-Valur 1-2 2013: FH-KR 2-4 2012: KR-Breiðablik 0-4 2012: KR-Valur 2-3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
HK kom flestum ef ekki öllum á óvart um helgina þegar liðið vann 3-0 sigur Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum í 2. umferð Pepsi Max deild karla. HK-ingarnir Valgeir Valgeirsson og Jón Arnar Barðdal voru báðir með mark og stoðsendingu í leiknum og á milli marka þeirra skoraði síðan bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson. Það var ekki bara að HK næði að sigra meistarana á þeirra eigin heimavelli heldur einnig það að vinna leikinn með þriggja marka mun. Íslandsmeistarar hafa mörgum sinnum tapað á heimavelli undanfarin ár og Valsmenn töpuðu meðal annars fjórum sinnum á Hlíðarenda á síðustu leiktíð. Það þarf hins vegar að fara allt til sumarsins 2012 til að finna stærra tap ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli. Sigur HK á Meistaravöllum á laugardaginn var stærsti sigur liðs á Íslandsmeisturum á þeirra eigin heimavelli síðan að Blikar mættu á sama KR-völl 16. september 2012. Blikar unnu þá 4-0 sigur. Meðal markaskorara Blika í þeim leik var Kristinn Jónsson sem spilar með KR í leiknum um helgina. Hin mörkin þeirra skoruðu Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson. Það voru aftur á móti aðeins tveir leikmenn KR í dag sem tóku líka þátt í hinum skellinum. Aron Bjarki Jósepsson byrjaði báða leikina fyrir KR og Atli Sigurjónsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir tæpum átta árum. Rúnar Kristinsson var líka þjálfari KR í þessum leik en aðstoðarþjálfarinn Bjarni Guðjónsson var þá inn á vellinum með fyrirliðabandið. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, var leikmaður KR þetta sumar en hafði þarna verið lánaður til norska félagsins Sandness Ulf. Síðustu tapleikir ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli: 2020: KR-HK 0-3 2019: Valur-KR 0-1 2019: Valur-FH 2-3 2019: Valur-Breiðablik 0-1 2019: Valur-ÍA 1-2 2017: FH-Breiðablik 0-1 2017: FH-KR 0-1 2017: FH-Víkingur Ó. 0-2 2017: FH-Fjölnir 1-2 2016: FH-KR 0-1 2015: Stjarnan-Breiðablik 0-1 2015: Stjarnan-Valur 1-2 2015: Stjarnan-KR 0-1 2015: Stjarnan-Fjölnir 1-3 2014: KR-Stjarnan 2-3 2014: KR-FH 0-1 2014: KR-Valur 1-2 2013: FH-KR 2-4 2012: KR-Breiðablik 0-4 2012: KR-Valur 2-3
Síðustu tapleikir ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli: 2020: KR-HK 0-3 2019: Valur-KR 0-1 2019: Valur-FH 2-3 2019: Valur-Breiðablik 0-1 2019: Valur-ÍA 1-2 2017: FH-Breiðablik 0-1 2017: FH-KR 0-1 2017: FH-Víkingur Ó. 0-2 2017: FH-Fjölnir 1-2 2016: FH-KR 0-1 2015: Stjarnan-Breiðablik 0-1 2015: Stjarnan-Valur 1-2 2015: Stjarnan-KR 0-1 2015: Stjarnan-Fjölnir 1-3 2014: KR-Stjarnan 2-3 2014: KR-FH 0-1 2014: KR-Valur 1-2 2013: FH-KR 2-4 2012: KR-Breiðablik 0-4 2012: KR-Valur 2-3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira