Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 08:44 Donald Trump í Tulsa á laugardaginn. AP/Ian Maule Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00