Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2020 23:26 Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira