Umræða um smáhýsi lituð af miklu skilningsleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 18:20 Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“ Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“
Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00
Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07
Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38