Hjúkrunarfræðingar sýna samningsnefnd samstöðu fyrir utan Karphúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 15:02 Hjúkrunarfræðingar safnast saman fyrir utan Karphúsið til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag áður en samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu þar til fundar á þriðja tímanum. Um þrjátíu hjúkrunarfræðingar voru fyrir utan og klöppuðu þegar samningsnefnd þeirra gekk inn í húsið. Fundur samninganefnda átti að hefjast klukkan 14 í dag en hann hefur frestast og funda þær nú sitt í hvoru lagi. Yfirvofandi verkfall hefst klukkan átta í fyrramálið náist samningar ekki fyrir þann tíma. Samstöðufundur hjúkrunarfræðinga fyrir utan Karphúsið.Vísir/Elísabet Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem staddur var á samstöðufundinum í dag sagði í samtali við fréttastofu að hljóðið væri þungt í félagsmönnum og að hjúkrunarfræðingar hefðu ákveðið að koma og sýna samninganefndinni samstöðu fyrir fundinn í dag. Þá hafi hjúkrunarfræðingar verið hryggjarstykki í heilbrigðisþjónustu á meðan á kórónuveirufaraldrinum stæði og nú þegar mögulega væri von á annarri bylgju væri leiðinlegt að hjúkrunarfræðingar væru enn samningslausir. Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefndanna á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh sagði stöðuna mjög snúna í samtali við fréttastofu. Viðræður strandi á launaliðnum. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu líklegast falla niður auk þess sem ungbarnavernd, heilsuvernd aldraðra og heimahjúkrun mun raskast. Þá verður einnig röskun á Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. 21. júní 2020 11:53 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag áður en samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu þar til fundar á þriðja tímanum. Um þrjátíu hjúkrunarfræðingar voru fyrir utan og klöppuðu þegar samningsnefnd þeirra gekk inn í húsið. Fundur samninganefnda átti að hefjast klukkan 14 í dag en hann hefur frestast og funda þær nú sitt í hvoru lagi. Yfirvofandi verkfall hefst klukkan átta í fyrramálið náist samningar ekki fyrir þann tíma. Samstöðufundur hjúkrunarfræðinga fyrir utan Karphúsið.Vísir/Elísabet Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem staddur var á samstöðufundinum í dag sagði í samtali við fréttastofu að hljóðið væri þungt í félagsmönnum og að hjúkrunarfræðingar hefðu ákveðið að koma og sýna samninganefndinni samstöðu fyrir fundinn í dag. Þá hafi hjúkrunarfræðingar verið hryggjarstykki í heilbrigðisþjónustu á meðan á kórónuveirufaraldrinum stæði og nú þegar mögulega væri von á annarri bylgju væri leiðinlegt að hjúkrunarfræðingar væru enn samningslausir. Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefndanna á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh sagði stöðuna mjög snúna í samtali við fréttastofu. Viðræður strandi á launaliðnum. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu líklegast falla niður auk þess sem ungbarnavernd, heilsuvernd aldraðra og heimahjúkrun mun raskast. Þá verður einnig röskun á
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. 21. júní 2020 11:53 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. 21. júní 2020 11:53
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03