Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:54 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Hæstiréttur Oklahoma ákvarðaði í gær að fjöldafundur Bandaríkjaforseta megi fara fram. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Greint hefur verið frá því að sex starfsmenn sem komu að skipulagningu fundarins í Tulsa hafi greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Allir þeir sem mæta á fundinn þurfa að ganga í gegnum hitamælinu og mun andlitsgrímum verða dreift til gesta kjósi þeir það. Áður en Donald Trump steig á svið ávarpaði Mike Pence varaforseti aðdáendaskarann. Talaði hann þar vel um forsetann og aðgerðir hans sem varða faraldur kórónuveirunnar og í kringum mótmælin eftir andlát George Floyd. Sagði hann þar að ekki væri hægt að afsaka það sem kom fyrir Floyd en ekki heldur væri hægt að afsaka óeirðirnar sem hófust eftir dauða Floyd. Þá talaði Pence um kosningarnar sem fram undan eru og talaði niður mótframbjóðanda Trump, Joe Biden og sagði það ljóst að í nóvember myndu Trump og Pence bera sigurorð af Biden og Demókrataflokknum. Sjá má fjöldafund Trump í beinni útsendingu hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Hæstiréttur Oklahoma ákvarðaði í gær að fjöldafundur Bandaríkjaforseta megi fara fram. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Greint hefur verið frá því að sex starfsmenn sem komu að skipulagningu fundarins í Tulsa hafi greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Allir þeir sem mæta á fundinn þurfa að ganga í gegnum hitamælinu og mun andlitsgrímum verða dreift til gesta kjósi þeir það. Áður en Donald Trump steig á svið ávarpaði Mike Pence varaforseti aðdáendaskarann. Talaði hann þar vel um forsetann og aðgerðir hans sem varða faraldur kórónuveirunnar og í kringum mótmælin eftir andlát George Floyd. Sagði hann þar að ekki væri hægt að afsaka það sem kom fyrir Floyd en ekki heldur væri hægt að afsaka óeirðirnar sem hófust eftir dauða Floyd. Þá talaði Pence um kosningarnar sem fram undan eru og talaði niður mótframbjóðanda Trump, Joe Biden og sagði það ljóst að í nóvember myndu Trump og Pence bera sigurorð af Biden og Demókrataflokknum. Sjá má fjöldafund Trump í beinni útsendingu hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira