Fram hóf leiktíðina í Lengjudeild karla í fótbolta af krafti með 3-0 sigri á nýliðum Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Safamýri í dag.
Frederico Saraiva skoraði fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik og Alexander Már Þorláksson bætti við því þriðja á 55. mínútu.
Fram-Leiknir F., 1.umferð Lengjudeildar. Fred búinn að koma Fram yfir eftir frábæra rispu. Allir helstu Framararnir í stúkunni. Óli Jóh er svo fyrir hönd Stjörnunnar til að skoða Austfirðinga fyrir bikarkeppnina. pic.twitter.com/1Kr5yQ9ySe
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) June 20, 2020
Alexander, sem sneri aftur til Fram í vetur frá KF, hefur þar með skorað mark í fjórum efstu deildunum á Íslandi. Hann skoraði eitt mark í úrvalsdeild fyrir Fram árið 2014 en hefur síðan raðað inn mörkum í 2. og 3. deild, fyrir KF og Kára. Markið hans í dag var það fyrsta sem hann skorar í næstefstu deild.
Staðfest! Skorað í 4 efstu deildum. Sà yngsti í sögunni til að gera það @vidirsig? pic.twitter.com/o8zlP9BpLJ
— Thorlakur Arnason (@ThorlakurA) June 20, 2020
Fram leikur næst gegn Magna á Grenivík á sunnudaginn eftir viku en Leiknismenn taka þá á móti Þór.