Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða. Reykjavík Félagsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða.
Reykjavík Félagsmál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira