Þarf að borga Barcelona milljarð til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 15:16 Neymar, sem fær hér að lýta rauða spjaldið í leik í febrúar, þarf að borga Barcelona yfir milljarð íslenskra króna. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira
Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira