Katla María og Íris Una: Langaði að sýna þeim að við værum lið sem ætlaði sér langt | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 16:00 Stysturnar Katla María og Íris Una eru með háleit markmið fyrir sumarið og ferilinn. Mynd/Stöð 2 Sport Tvíburasysturnar Katla María Þórðardóttir og Íris Una skiptu yfir í Fylki frá Keflavík eftir að hafa verið í stóru hlutverki suður með sjó undanfarin ár. Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna, ræddi við þær systur í vikunni. Katla María og Íris Una hafa verið fastamenn í liði Keflavíkur undanfarin ár sem og í yngri landsliðum Íslands en þær eru fæddar árið 2001. Hafa þær byrjað báða leiki Fylkis til þessa á tímabilinu en Fylkir vann Selfoss - nokkuð óvænt að sumra mati - í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar. „Algjörlega. Þetta var mjög erfiður leikur sem við vissum að þetta yrði en við ákváðum að leggja okkur allar fram í leikinn og bjuggumst við góðum úrslitum,“ sagði Katla María er Helena ræddi við þær systur um leikinn í fyrstu umferð. „Þetta var mjög sætt. Okkur langaði að sýna þeim við værum lið sem ætlaði sér að ná langt eins og þær. Við gerðum það og unnum þær,“ sgði Íris Una aðspurð hvort umtalið í kringum Selfoss liðið hafi gert sigurinn sætari. „Við erum búnar að æfa varnarleikinn mjög vel. Sérstaklega fyrir leikinn á móti Selfoss, við vissum að við yrðum mikið í vörn,“ sagði Katla um sterkan varnarleik Fylkis í leiknum. „Við setjum markmiðið hátt og stefnum á þrjú stig í hverjum leik,“ sagði Íris Una um markmið Fylkis í sumar. Það hefur gengið eftir en liðið vann KR 3-1 í gær. „Stefnan er að fara út og spila, fara í Háskóla jafnvel,“ sögðu þær systum framtíðina en það er ljóst að markmiðin eru skýr. Viðtal Helenu við þær Kötlu Maríu og Írisi Unu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Systurnar í ungu og efnilegu liði Fylkis Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.„Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins. 18. júní 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-3 | Fylkir með verðskuldaðan sigur í Vesturbæ Fylkir bar sigurorð af KR í Vesturbænum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-1 fyrir Árbæingum. 18. júní 2020 22:20 Kjartan: Cecilía er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Fylkis hrósaði markverði sínum í hástert eftir sigurinn á Selfossi í Árbænum. 13. júní 2020 19:58 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tvíburasysturnar Katla María Þórðardóttir og Íris Una skiptu yfir í Fylki frá Keflavík eftir að hafa verið í stóru hlutverki suður með sjó undanfarin ár. Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna, ræddi við þær systur í vikunni. Katla María og Íris Una hafa verið fastamenn í liði Keflavíkur undanfarin ár sem og í yngri landsliðum Íslands en þær eru fæddar árið 2001. Hafa þær byrjað báða leiki Fylkis til þessa á tímabilinu en Fylkir vann Selfoss - nokkuð óvænt að sumra mati - í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar. „Algjörlega. Þetta var mjög erfiður leikur sem við vissum að þetta yrði en við ákváðum að leggja okkur allar fram í leikinn og bjuggumst við góðum úrslitum,“ sagði Katla María er Helena ræddi við þær systur um leikinn í fyrstu umferð. „Þetta var mjög sætt. Okkur langaði að sýna þeim við værum lið sem ætlaði sér að ná langt eins og þær. Við gerðum það og unnum þær,“ sgði Íris Una aðspurð hvort umtalið í kringum Selfoss liðið hafi gert sigurinn sætari. „Við erum búnar að æfa varnarleikinn mjög vel. Sérstaklega fyrir leikinn á móti Selfoss, við vissum að við yrðum mikið í vörn,“ sagði Katla um sterkan varnarleik Fylkis í leiknum. „Við setjum markmiðið hátt og stefnum á þrjú stig í hverjum leik,“ sagði Íris Una um markmið Fylkis í sumar. Það hefur gengið eftir en liðið vann KR 3-1 í gær. „Stefnan er að fara út og spila, fara í Háskóla jafnvel,“ sögðu þær systum framtíðina en það er ljóst að markmiðin eru skýr. Viðtal Helenu við þær Kötlu Maríu og Írisi Unu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Systurnar í ungu og efnilegu liði Fylkis
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.„Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins. 18. júní 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-3 | Fylkir með verðskuldaðan sigur í Vesturbæ Fylkir bar sigurorð af KR í Vesturbænum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-1 fyrir Árbæingum. 18. júní 2020 22:20 Kjartan: Cecilía er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Fylkis hrósaði markverði sínum í hástert eftir sigurinn á Selfossi í Árbænum. 13. júní 2020 19:58 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.„Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins. 18. júní 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-3 | Fylkir með verðskuldaðan sigur í Vesturbæ Fylkir bar sigurorð af KR í Vesturbænum í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-1 fyrir Árbæingum. 18. júní 2020 22:20
Kjartan: Cecilía er besti markvörður deildarinnar Þjálfari Fylkis hrósaði markverði sínum í hástert eftir sigurinn á Selfossi í Árbænum. 13. júní 2020 19:58
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Eva Rut Ásþórsdóttir tryggði Fylki óvæntan sigur á Selfossi í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. 13. júní 2020 19:45