Kjaradeila flugfreyja: „Alltaf von þegar fólk talar saman“ Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 12:23 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira