Samþykktu áframhaldandi samstarf og kaup á þremur björgunarskipum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 12:23 Neskaupstaður, Norðfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi. Björgunarsveitir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi.
Björgunarsveitir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira