Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 19. júní 2020 09:00 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun