Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2020 12:00 Frá aðgerðum í fyrradag þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær í gegn um Keflavíkurflugvöll en um ellefu hundruð manns í fyrradag. Þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, gáfu sig fram við lögreglu skömmu síðar. Þeir voru fluttur í farsóttahúsið á Rauðarárstíg. Þar dvöldu fyrir ellefu Rúmenar en hluti hópsins var handtekinn á Selfossi um síðustu helgi vegna þjófnaðar. Tveir þeirra reyndust smitaðir af Covid-19 og hinir brutu reglur um sóttkví. Þá komu þrír hælisleitendur til landsins í gær og sóttu um alþjóðlega vernd. Nýtt verklag hefur tekið gildi hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd við komuna til landsins. Þeir eiga að fara í sýnatöku við komuna og dvelja svo í farsóttahúsi í fimm til sjö daga. Þá fara þeir aftur í sýnatöku og ef það próf reynist neikvætt fara þeir í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Þeir sem komu til landsins í gær dvelja nú í farsóttahúsinu. Þannig það gilda í raun aðrar reglur um þá? „Þetta er fólk í viðkvæmri stöðu og þess vegna viljum við tryggja öryggi þeirra og höfum valið að fara þessa leið að þeir fari ekki í þessi almennu úrræði á vegum Útlendingastofnunar heldur er haldið sér í sóttkví þannig að þeir hafa aðgang að heilbrigðisstarfsfólki og annað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Þá þurfi að huga að öðrum hælisleitendum sem dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. „Þar dvelst fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma og flokkast sem viðkvæmir hópar í okkar skilgreiningum varðandi Covid-19. Þess vegna þurfum við að fara sérstaklega varlega,“ segir Víðir. Í apríl og maí sóttu níu manns um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af aðeins tveir sem ekki höfðu sótt áður um vernd eða verið með dvalarleyfi á Íslandi eða fæddust hér á landi á þessu tímabili.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26 „Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30 Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34 Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Hafa gefið sig fram við lögreglu Lýst hefur verið eftir þremur rúmenskum karlmönnum sem komu til landsins á mánudag í síðustu viku. 16. júní 2020 17:26
„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. 16. júní 2020 15:30
Mennirnir þrír enn ófundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. 16. júní 2020 11:34
Lögreglan leitar að þremur til viðbótar vegna brota á sóttkví Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að þremur til viðbótar við þá Rúmena sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum síðustu daga. Ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af eru tveir með COVID-19. 15. júní 2020 18:30