Vonast til að Rúmenarnir komi í október Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 12:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess að leika í EM-umspilinu. VÍSIR/GETTY Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00
Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00
Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05