Hafró leggur til minni veiði á helstu stofnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2020 11:15 Bjarni Sæmundsson rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári. Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til minni veiði á helstu nytjastofnum á næsta fiskveiðiári. Töluverður niðurskurður er í ráðgjöf um veiðar á þorski, gullkarfa og hlýra en aukning í ýsu og síld. Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta skerðingu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári miðað við yfirstandandi fiskveiðiár.Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilt verði að veiða sex prósentum minna af þorski á næsta fiskveiðiári eða rúm 256 þúsund tonn í stað rúmlega 272 þúsund tonna á yfirstandandi fiskveiðiári. Hins vegar leggur stofnunin til níu prósenta aukningu í heimildum til ýsuveiða þannig að veiða megi tæplega fjörtíu og fimm þúsund og fjögur hundruð tonn. En gert sé ráð fyrir að veiðistofn ýsu stækki á næstu tveimur árum. Þá leggur Hafró til tveggja prósenta minni veiði á ufsa, eða um sjötíu og átta þúsund og og sex hundruð tonn. Árgangar gullkarfa hefur verið með lakasta móti allt frá árinu 2009 að sögn vísindamanna Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi hafi hrygningarstofninn minnkað á undanförnum árum. Lagt er til að veiðin á næsta fiskveiðiári sem hefst í ágúst verði níu prósentum minni en í ár eða rúmlega þrjátíu og átta þúsund og þrjú hundruð tonn. Hins vegar leggur stofnunin til aukningu á veiðiheimildum grálúðu um tíu prósent og veidd verði allt að 23.530 tonn. Stofn sumargotssíldarinnar hefur minnkað um 60 prósent á undanförnum áratug en nú eru horfur á að stofninn sé að jafna sig.Vísir/Vilhelm Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hafi stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Engu að síður leggur Hafró til þriggja prósenta aukningu í veiðiheimildum á síldinni og veidd verði allt að þrjátíu og fimm þúsund og fimm hundruð tonn, enda fari nýliðun batnandi. Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt að sögn Hafró sem leiggur aðeins til veiðar á rúmum þrjú hundruð tonnum og að heimilt verði að sleppa hlýra umfram veiðiheimildir. Þá hafi stofn keilu verið verulega ofmetinn síðustu ár og því leggur Hafró til umfangsmikla lækkun veiðiheimilda, eða um 41% frá fyrra ári.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. 12. febrúar 2020 09:15
Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00