Færri atvinnulausir í maí en í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Skráð atvinnuleysi í maí var 13%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, miðað við 17,8% atvinnuleysi í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli. Þetta kemur fram í nýútgefinni Hagsjá Landsbankans. Ljóst þykir að atvinnuleysi eigi eftir að verða mikið það sem eftir er árs. Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí. Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. „Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst. Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi,“ segir í Hagsjánni. Atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra en mest á Suðurnesjum Þá er atvinnuleysi á Suðurnesjum áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl. Atvinnuleysi er áfram næstmest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí. Stöðug fækkun síðan í fyrra Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019. „Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu. Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra. Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira