Örlagagarnið er nýtt lag frá hljómsveitinni Nýdönsk en það síðasta sem kom út frá hljómsveitinni var hljómplatan Á plánetunni Jörð árið 2017. Hún var valin besta hljómplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Örlagagarnið er lag eftir Björn Jr. Friðbjörnsson en hann gerði einnig textann í félagi við Daníel Ágúst Haraldsson. Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið en myndbandið er hugmynd Rúnars Ómarssonar með aðstoð saumakonunnar Elínar Óladóttur hjá Óla prik en framlag hennar í myndbandinu er eftirtektarvert.
Gerð myndbands, klipping og leikstjórn var í höndum Daníels Ágústs.
Nýdönsk verður með tónleika í Salnum, Kópavogi 25. og 26.júní n.k. þar sem þeir verða akústískir og altalandi enda nóg af sögum sem safnast hafa upp á löngum ferli sveitarinnar.
Hljómsveitina skipa: Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jr. Friðbjörnsson, Jón Ólafsson,Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm.
Hér að neðan á sjá myndbandið sjálft.