Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 09:56 Joseph James DeAngelo hefur verið í varðhaldi frá árinu 2018. AP/Rich Pedroncelli Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira