Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-1 | Dramatík í Garðabæ Ísak Hallmundarson skrifar 15. júní 2020 22:30 Sölvi Snær í baráttu við Orra Svein. vísir/hag Stjarnan vann Fylki á dramatískan hátt í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1, en sigurmarkið kom undir lok leiksins í uppbótartíma. Þetta byrjaði með látum, strax á fyrstu mínútu komst Fylkir yfir, nokkuð óvænt, með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni. Boltinn barst til hans í teignum eftir langt innkast og hann skoraði í nærhornið. Næstu 20 mínúturnar voru heimamenn meira með boltann en náðu aldrei að skapa sér almennileg færi. Gestirnir voru duglegir að ógna með skyndisóknum eftir nokkrar misheppnaðar sendingar hjá Stjörnumönnum. Það var svo á 26. mínútu að Hilmar Árni Halldórsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og setti hann í mitt fjærhornið á laglegan hátt, staðan jöfn 1-1. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik róaðist leikurinn en bæði lið fengu þó fínustu færi. Staðan jöfn í hálfleik. Heimamenn komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og lögðu mikinn sóknarþunga á Árbæinga sem áttu í vök að verjast. Á 87. mínútu fékk Ólafur Ingi Skúlason rautt spjald eftir harkalegt brot á Alexi Þór Haukssyni. Næstu mínútur sóttu Stjörnumenn án afláts og þriðju mínútu uppbótartíma uppskáru þeir sigurmarkið, þegar ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson kom boltanum í netið með skoti inn úr teignum, en boltinn hafði viðkomu í varnarmann. Mikið var fagnað í heimastúkunni og Stjörnumenn náðu í dýrmæt þrjú stig í upphafi móts. Heiðar Ægisson og Djair Parfitt-Williams berjast um boltann í kvöld.vísir/hag Af hverju vann Stjarnan? Þeir bjuggu einfaldlega yfir meiri gæðum til að klára þennan leik, Fylkismenn áttu fína spretti en það var Stjarnan sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Stjarnan sýndi mikinn karakter og þrátt fyrir að fá á sig mark í upphafi leiks héldu leikmenn þeirra ró sinni allan tímann. Þrautseigjan skóp sigurinn á endanum, en þeir höfðu legið þungt á Fylkisvörninni í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Hilmar Árni Halldórsson, Halldór Orri Björnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson, auk þess sem Guðjón Baldvinsson átti góða spretti. Hjá Fylki voru það Aron Snær markvörður, sem átti nokkrar góðar vörslur, Helgi Valur Daníelsson átti fínan leik og einnig Valdimar Þór sem skoraði mark Fylkis. Hvað gekk illa? Gekk illa hjá Stjörnunni að halda bolta í fyrri hálfleik og það gekk illa hjá Fylki að nýta alla þá möguleika sem þeir fengu í skyndisóknum. Hvað gerist næst? Fylkir fær Breiðablik í heimsókn í Lautina og Stjarnan fer í Grafarvoginn að etja kappi við nýliða Fjölnis. Sölvi Snær leikur listir sínar.vísir/hag Óli Stígs: Ánægður með vinnusemina í strákunum ,,Ég var ánægður með vinnusemina í strákunum en við kannski náum ekki að komast alveg út úr pressunni frá þeim allan seinni hálfleikinn en vinnusemin góð og svekkjandi að missa þetta hérna í lokin,‘‘ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. ,,Við féllum bara langt til baka og þorðum ekki að halda boltanum en þegar við náðum nokkrum spilköflum vorum við hættulegir oft á tíðum, en þetta er bara eitthvað sem við getum unnið með. Aðspurður hver markmið Fylkis í sumar séu var svarið einfalt: ,,Að vinna sem flesta leiki, fá sem flest stig, með því að skora meira en andstæðingurinn,‘‘ sagði Ólafur Stígsson að lokum. Hilmar Árni í baráttunni við Sam Hewson í kvöld.vísir/hag Hilmar Árni: Mjög gaman að spila aftur alvöru leiki „Þrautseigjan skilaði þessum sigri. Við gáfumst ekki upp,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Fylki. „Við byrjuðum kannski fyrstu mínúturnar ekki nægilega vel en við náðum að laga það á vellinum í fyrri hálfleik. Það var svo margt jákvætt hjá okkur í fyrri hálfleik þrátt fyrir þessa slysabyrjun. Við ræddum bara aðallega í hálfleik að halda áfram og bara klára þá.“ Hilmar segir aðspurður að stemmningin hafi verið góð í hópnum undanfarið. „Bara mjög góð. Ég er mjög sáttur að vera byrjaður aftur að spila, hugsa að allir séu það, mjög gaman að spila aftur alvöru leiki.“ „Við teljum okkur vera með það gott lið að geta sett atlögu að titlinum og það hefur verið markmiðið síðan ég kom inn í þennan klúbb, þannig við stefnum á það,“ sagði Hilmar að lokum þegar hann var spurður út í væntingar fyrir sumarið. Stjarnan Fylkir Pepsi Max-deild karla
Stjarnan vann Fylki á dramatískan hátt í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1, en sigurmarkið kom undir lok leiksins í uppbótartíma. Þetta byrjaði með látum, strax á fyrstu mínútu komst Fylkir yfir, nokkuð óvænt, með marki frá Valdimari Þór Ingimundarsyni. Boltinn barst til hans í teignum eftir langt innkast og hann skoraði í nærhornið. Næstu 20 mínúturnar voru heimamenn meira með boltann en náðu aldrei að skapa sér almennileg færi. Gestirnir voru duglegir að ógna með skyndisóknum eftir nokkrar misheppnaðar sendingar hjá Stjörnumönnum. Það var svo á 26. mínútu að Hilmar Árni Halldórsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og setti hann í mitt fjærhornið á laglegan hátt, staðan jöfn 1-1. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik róaðist leikurinn en bæði lið fengu þó fínustu færi. Staðan jöfn í hálfleik. Heimamenn komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og lögðu mikinn sóknarþunga á Árbæinga sem áttu í vök að verjast. Á 87. mínútu fékk Ólafur Ingi Skúlason rautt spjald eftir harkalegt brot á Alexi Þór Haukssyni. Næstu mínútur sóttu Stjörnumenn án afláts og þriðju mínútu uppbótartíma uppskáru þeir sigurmarkið, þegar ungstirnið Ísak Andri Sigurgeirsson kom boltanum í netið með skoti inn úr teignum, en boltinn hafði viðkomu í varnarmann. Mikið var fagnað í heimastúkunni og Stjörnumenn náðu í dýrmæt þrjú stig í upphafi móts. Heiðar Ægisson og Djair Parfitt-Williams berjast um boltann í kvöld.vísir/hag Af hverju vann Stjarnan? Þeir bjuggu einfaldlega yfir meiri gæðum til að klára þennan leik, Fylkismenn áttu fína spretti en það var Stjarnan sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Stjarnan sýndi mikinn karakter og þrátt fyrir að fá á sig mark í upphafi leiks héldu leikmenn þeirra ró sinni allan tímann. Þrautseigjan skóp sigurinn á endanum, en þeir höfðu legið þungt á Fylkisvörninni í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Hilmar Árni Halldórsson, Halldór Orri Björnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson, auk þess sem Guðjón Baldvinsson átti góða spretti. Hjá Fylki voru það Aron Snær markvörður, sem átti nokkrar góðar vörslur, Helgi Valur Daníelsson átti fínan leik og einnig Valdimar Þór sem skoraði mark Fylkis. Hvað gekk illa? Gekk illa hjá Stjörnunni að halda bolta í fyrri hálfleik og það gekk illa hjá Fylki að nýta alla þá möguleika sem þeir fengu í skyndisóknum. Hvað gerist næst? Fylkir fær Breiðablik í heimsókn í Lautina og Stjarnan fer í Grafarvoginn að etja kappi við nýliða Fjölnis. Sölvi Snær leikur listir sínar.vísir/hag Óli Stígs: Ánægður með vinnusemina í strákunum ,,Ég var ánægður með vinnusemina í strákunum en við kannski náum ekki að komast alveg út úr pressunni frá þeim allan seinni hálfleikinn en vinnusemin góð og svekkjandi að missa þetta hérna í lokin,‘‘ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. ,,Við féllum bara langt til baka og þorðum ekki að halda boltanum en þegar við náðum nokkrum spilköflum vorum við hættulegir oft á tíðum, en þetta er bara eitthvað sem við getum unnið með. Aðspurður hver markmið Fylkis í sumar séu var svarið einfalt: ,,Að vinna sem flesta leiki, fá sem flest stig, með því að skora meira en andstæðingurinn,‘‘ sagði Ólafur Stígsson að lokum. Hilmar Árni í baráttunni við Sam Hewson í kvöld.vísir/hag Hilmar Árni: Mjög gaman að spila aftur alvöru leiki „Þrautseigjan skilaði þessum sigri. Við gáfumst ekki upp,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Fylki. „Við byrjuðum kannski fyrstu mínúturnar ekki nægilega vel en við náðum að laga það á vellinum í fyrri hálfleik. Það var svo margt jákvætt hjá okkur í fyrri hálfleik þrátt fyrir þessa slysabyrjun. Við ræddum bara aðallega í hálfleik að halda áfram og bara klára þá.“ Hilmar segir aðspurður að stemmningin hafi verið góð í hópnum undanfarið. „Bara mjög góð. Ég er mjög sáttur að vera byrjaður aftur að spila, hugsa að allir séu það, mjög gaman að spila aftur alvöru leiki.“ „Við teljum okkur vera með það gott lið að geta sett atlögu að titlinum og það hefur verið markmiðið síðan ég kom inn í þennan klúbb, þannig við stefnum á það,“ sagði Hilmar að lokum þegar hann var spurður út í væntingar fyrir sumarið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti