Hillir undir nýja stjórn á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 07:55 Ha'penny-búin í írsku höfuðborginni Dublin. Getty Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Írland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt.
Írland Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira