Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 20:00 Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira