Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 14:30 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Aðsend/Olís Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma. Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira