Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega 10 í morgun um samkvæmi sem hafði staðið í alla nótt.
Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni, en umrætt partý átti sér stað miðsvæðis í borginni. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið.
Í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun kom fram að mikið hafi verið um útköll vegna tónlistarhávaða eða partýstands.