Lið Birkis Bjarna í mál við Balotelli og umboðsmann hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 11:30 Balotelli, sem bar fyrirliðaband Brescia fyrr á þessu ári, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Brescia, lið Birkis Bjarnasonar í ítölsku úrvalsdeildinni, ætlar að höfða mál gegn ítalska framherjanum Mario Balotelli og umboðsmanni hans Mino Raiola vegna lyga þess síðarnefnda. Raiola ku hafa logið því að Brescia hafi hreinlega neitað að skima fyrir kórónuveirunni hjá Balotelli. Sagði hann í vikunni að félagið væri að mismuna leikmanninum þar sem allir aðrir leikmenn Brescia hefðu verið skimaðir. Þá birti Balotelli færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði slíkt hið sama og Raiola. Félagið vísar þessum ásökunum á bug og segist ætla í mál við bæði leikmanninn sem og umboðsmann hans. Í yfirlýsingu Brescia segir að félagið hafi skipað lögfræðingum sínum að skoða málið og það muni taka hart á þessum fölsku ásökunum. Þá kemur einnig fram að Brescia hafi ráðið sérfræðing til að skima alla sem tengda eru félaginu og því eigi þessar ásakanir ekki við nein rök að styðjast. Balotelli lenti upp á kant við forsvarsmenn Brescia í síðustu viku þegar hann var ekki með gilt læknisvottorð en allir leikmenn ítölsku úrvalsdeildarinnar þurfa að mæta með læknisvottorð á æfingar og í leiki. Birkir ræddi Balotelli í viðtali við The Athletic nýlega þar sem hann fór yfir ferilinn, árangur Íslands og tímann hjá Aston Villa í ensku B-deildinni. „Það vita allir að hann er létt klikkaður en hann er góður gaur, það hefur verið gaman að spila með honum,“ sagði Birkir um Balotelli en svo virðist sem þeir munu ekki spila meira saman í náinni framtíð.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30 Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00 Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Gleymdi að senda inn læknisvottorð og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið. 10. júní 2020 14:30
Balotelli verður líklega rekinn frá Brescia Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar. 6. júní 2020 22:00
Skammarlegt hvernig Balotelli æfði hjá Liverpool og segir að hann hafi komast upp með það Ricki Lambert, fyrrum framherji Liverpool, segir að það hafi verið skammarlegt að fylgjast með Mario Balotelli á tíma sínum hjá félaginu. 12. maí 2020 08:00