Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 12:15 Margir hlupu frá Garðatorgi í morgun. HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012. Heilsa Hlaup Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012.
Heilsa Hlaup Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira