Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2020 18:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við blaðamenn í dag um skimunina sem hefst á mánudaginn. Vísir/Baldur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. Frá og með mánudeginum geta ferðamenn innan Schengen svæðisins komið til Íslands. Einhver bið er þó á því að ferðamenn utan svæðisins fái að koma til landsins. „Við stefnum að byrja að skima einhver ríki utan Schengen 1. júlí. Það er auðvitað bara margir þættir sem þarf að hafa inni í þeirri mynd. Það er bæði skimunargeta okkar dagsdaglega. Það virðast nú vera að koma fleiri kannski en við bjuggumst við núna fyrstu tvær vikurnar eftir 15. júní. Það er líka hvað til dæmis eins og Bandaríkjamenn ætla að gera sem við erum kannski auðvitað að horfa mest til sem þjóð sem ferðast talsvert hingað til lands,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti nýja reglu sem tekur gildi í Leifsstöð frá og með mánudeginum „Samkvæmt leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Flugöryggisráðs Evrópu þá munu farþegar til Íslands verða beðnir um að vera með andlitsgrímur á ferð sinni til landsins og innan Leifsstöðvar.“ Ælta að prófa að skima farþega um borð í Norrænu Nú er verið að útfæra skimanir á farþegum sem koma með Norrænu en þegar sumaráætlun tekur gildi stoppar ferjan aðeins í tvær og hálfa klukkustund á Seyðisfirði. „Á mánudaginn fer hópur frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem að fleiri heilbrigðisstarfsmenn verða sóttir. Fljúga til Færeyja og sigla svo með ferjunni heim og gera prufu á þessu verkefni að taka sýnin um borð um ferjunni á leiðinni heim. Sem gæti verið lausnin fyrir okkur til að geta afgreitt þetta allt á góðum tíma,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. 9. júní 2020 19:24 Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins. 7. júní 2020 13:42 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. Frá og með mánudeginum geta ferðamenn innan Schengen svæðisins komið til Íslands. Einhver bið er þó á því að ferðamenn utan svæðisins fái að koma til landsins. „Við stefnum að byrja að skima einhver ríki utan Schengen 1. júlí. Það er auðvitað bara margir þættir sem þarf að hafa inni í þeirri mynd. Það er bæði skimunargeta okkar dagsdaglega. Það virðast nú vera að koma fleiri kannski en við bjuggumst við núna fyrstu tvær vikurnar eftir 15. júní. Það er líka hvað til dæmis eins og Bandaríkjamenn ætla að gera sem við erum kannski auðvitað að horfa mest til sem þjóð sem ferðast talsvert hingað til lands,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti nýja reglu sem tekur gildi í Leifsstöð frá og með mánudeginum „Samkvæmt leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Flugöryggisráðs Evrópu þá munu farþegar til Íslands verða beðnir um að vera með andlitsgrímur á ferð sinni til landsins og innan Leifsstöðvar.“ Ælta að prófa að skima farþega um borð í Norrænu Nú er verið að útfæra skimanir á farþegum sem koma með Norrænu en þegar sumaráætlun tekur gildi stoppar ferjan aðeins í tvær og hálfa klukkustund á Seyðisfirði. „Á mánudaginn fer hópur frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem að fleiri heilbrigðisstarfsmenn verða sóttir. Fljúga til Færeyja og sigla svo með ferjunni heim og gera prufu á þessu verkefni að taka sýnin um borð um ferjunni á leiðinni heim. Sem gæti verið lausnin fyrir okkur til að geta afgreitt þetta allt á góðum tíma,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. 9. júní 2020 19:24 Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins. 7. júní 2020 13:42 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22
Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. 9. júní 2020 19:24
Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins. 7. júní 2020 13:42