Föstudagsplaylisti Oculus Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. júní 2020 15:41 Oculus í fullum skrúða. Natascha Romboy Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira