Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:26 Stjórnarráðið. Samkvæmt nýjum lögum hefur forsætisráðherra heimild til þess að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vilhelm/Vísír Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi móttekið kröfuna og vísað henni til setts ríkislögmanns sem fer nú yfir málið. Arnar Þór var tveggja ára þegar blóðfaðir hans, Tryggvi Rúnar, var hnepptur í gæsluvarðhald árið 1975 í tengslum við rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar, en hann er annar tveggja sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða er kennt við. Hann var síðan látinn laus úr fangelsi árið 1981. Arnar var ættleiddur árið 1985, þá 12 ára. Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra. Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna. Krafan sem Arnar Þór hefur sett fram á hendur ríkinu byggir á því að óumdeilt sé að hann sé sonur Tryggva Rúnars og hann hafi aldrei fengið bætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Þá byggir Arnar á því að eftirlifandi eiginkona Tryggva og ættleidd dóttir hafi báðar fengið bætur upp á 85 milljónir í sinn hlut vegna málsins. Í kröfunni er ríkinu veittur frestur til 15. júní næstkomandi til að bregðast við. Verði það ekki gert áskilur Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira