Anníe Mist gerði nánast út af við Fjallið á þrekæfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Hafþór Júlíus Björnsson höfðu bæði gaman af svona þegar hann var aðeins búinn að fá að jafna sig eftir æfinguna. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf að bæta þrek og þol fyrir hnefaleikabardaga sinn við Eddie Hall í La Vegas. Hann hefur þegar létt sig mikið en þarf að mæta þol og snerpu sína talsvert í viðbót. Ein leið til þess væri að æfa aðeins eins og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist var líka klár í það að taka Fjallið með sér á þrekæfingu. CrossFit fólkið þekkir slíkar æfingar vel enda daglegt brauð hjá þeim en þetta var eitthvað aðeins öðruvísi fyrir kraftajötunn eins og Hafþór. Hafþór setti myndband inn á Youtube-síðu sína þar má sjá hann æfa með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Aegidius. Anníe Mist Þórisdóttur er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Anníe Mist skipulagði æfinguna fyrir Hafþór og kláraði hana síðan sjálf með glæsibrag. Það er svo gott sem hægt að krýna hana sem hraustustu óléttu konu í heimi í dag. View this post on Instagram New video up on YouTube now! Killer cardio session with 2x Fittest Woman on Earth @anniethorisdottir Link in bio!! https://youtu.be/N6uSVLRlfbw A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 8, 2020 at 2:28pm PDT Myndbandið á síðu Hafþórs sýnir þau þrjú æfa saman og það fer ekkert á milli mála að Hafþór er á síðustu bensíndropunum. „Þetta er í annað skiptið sem Anníe og Frederik ganga gjörsamlega frá mér en ég ætla ekki að sýna þeim að sé útkeyrður og ætla að halda áfram að pína mig áfram. Ég brotna ekki,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annars á miðri æfingunni eins og sást í myndbandinu. „Ég er strax byrjaður að fá krampa alls staðar í líkamanum,“ sagði Hafþór Júlíus en Frederik Aegidius rekur hann áfram: „Þú verður að klára“ en Anníe Mist leyfði honum síðan að klára á þrekhjólinu. Anníe Mist sagði síðan skemmtilega sögu af fyrstu æfingunni þeirra saman. Hafþór rétt marði hana í fyrstu umferðinni en áttaði sig ekki á því að umferðirnar voru sex. Hann var síðan algjörlega búinn eftir aðra umferð. „Hann lá á gólfinu í tuttugu til þrjátíu mínútur að jafna sig,“ sagði Anníe Mist hlæjandi en hún hrósaði Hafþóri fyrir hversu langt hann er kominn núna. „Hann er eins og nýr maður og orðinn maður sem ég get unnið með,“ sagði Anníe Mist. „Hann mun aldrei koma aftur er það nokkuð, spurði Anníe Mist síðan brosandi en Hafþór lofaði því að koma aftur. „Þú þekkir mig. Ég mun koma aftur. Sérstaklega núna af því að æfingarnar mínar munu breytast núna og ég þarf að vinna meira í þolinu. Ég vil endilega koma ef ég er ekki trufla æfingarnar,“ sagði Hafþór Júlíus. „Hann er ekki að trufla mikið æfingarnar mínar þessa dagana,“ sagði Anníe Mist og vísaði þá í þá staðreynd að hún á að eiga sitt fyrsta barn í ágúst. „Markmiðið hans ætti að vera að komast fram úr mér áður en ég eignast barnið,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Það er ekki slæmt fyrir Fjallið ef tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit ætlar að hjálpa honum að komast í alvöru form fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas. Það má sjá æfinguna þeirra saman hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti