Landsliðsmarkmaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og örvhenta skyttan Teitur Örn Einarsson eru á meðal bestu ungu leikmanna heims að mati Handball-Planet.
Handball-Planet er einn vinsælasti handboltavefmiðill heims og stendur nú fyrir kosningu á bestu ungu leikmönnunum í hverri leikstöðu handboltans.
Fjórir eru tilnefndir í hverja stöðu, út frá kosningu hóps handboltablaðamanna víða að úr Evrópu. Það er svo í höndum lesenda Handball-Planet að velja þann besta í hverri stöðu.
Auk Viktors, sem leikur með GOG í Danmörku, eru þessir tilnefndir sem besti ungi markmaður:
- Till Klimpke (Wetzlar - Þýskaland)
- Todor Jandric (RK Metaloplastika - Serbía)
- Valentin Kieffer (Saran Loiret - Frakkland)
Hægt er að kjósa á milli markmannanna með því að smella hér.
Auk Teits, sem leikur með Kristianstad, eru svo þessir þrír tilnefndir sem besta hægri skyttan:
- Diogo Silva (Celje Lasko - Slóvenía)
- Ivan Martinovic (Hannover Burgdorf - Króatía)
- Dominik Mathe (Balatonfuredi KSE - Ungverjaland)
Hægt er að kjósa á milli hægri skytta með því að smella hér.