Vildu Hannes í titilbaráttu í Noregi en hann fann mann í sinn stað Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 20:00 Hannes Þór Halldórsson verður í marki Vals á laugardagskvöld þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló. Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló.
Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30