Vildu Hannes í titilbaráttu í Noregi en hann fann mann í sinn stað Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 20:00 Hannes Þór Halldórsson verður í marki Vals á laugardagskvöld þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló. Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló.
Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30