Ertu mandla? Friðrik Agni Árnason skrifar 10. júní 2020 10:30 Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun