Fjandinn varð laus þegar Jenný ákvað loksins að skilja við manninn Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2020 10:16 Háskólanámið styrkti Jenný og að lokum kom hún sér út úr aðstæðunum. Þegar Jenný Kristín Valberg var tvítug kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum. Með honum var hún í sjö ár og eignaðist með honum tvö börn. Leiðir þeirra skildu, hún flutti á Selfoss og kynntist þar öðrum manni sem hún var vinkona í sjö mánuði áður en þau byrjuðu saman. Hann var í alla staði frábær, blíður og góður segir hún og ákváðu þau að byrja búa saman átta mánuðum síðar. Jenný flutti til Reykjavíkur með tvö börnin sín til hans en þá var hún orðin ólétt. Hann hafði þá reist hús og ákváðu þau að innrétta bílskúrin svo að fjölskyldan gæti flutt inn. Jenný seldi íbúðina sína og var sá peningur notaður til að innrétta. Þetta var í lok nóvember 2002 og eftir á sér hún mjög eftir því að hafa gert kröfu í að eignin væri að hluta til hennar. Um leið og flutt hafði verið inn gerðist þetta: „Um leið og hurðin lokaðist breyttist svolítið andrúmsloftið og aðallega gagnvart börnunum mínum. Hann fer að hunsa þau og þau fara að pirra hann,“ segir Jenný en þarna voru börnin sex og átta ára. „Þarna var bara ekki aftur snúið og ég var búinn að setja allt mitt í þetta. Ég hafði millifært inn á hann fyrir íbúðinni minni,“ segir Jenný sem sannfærði sjálfa sig að þetta væri einungis tímabil og að álagið væri mikið á öllum og að þetta myndi eflaust breytast. „Þetta var fjögurra herbergja hús og ég hafði séð fyrir mér að börnin mín fengju sitthvort herbergið. Vissulega var sonur hans að koma aðra hverja helgi en ég hugsaði að þá væri hægt að hliðra til og að annað herbergið gæti einhvern veginn verið beggja.“ Allt kom þó fyrir ekki segir Jenný. Börnin máttu helst ekki vera frammi „Hann var bara ofboðslega reiður að ég skildi voga mér að hugsa þetta þannig. Svo fór að bera á því að þau máttu ekki vera frammi og máttu helst bara koma fram á matartímum. Hann stjórnaði matartímunum, hann vildi elda og ég þreif allt eftir það. Hann var kóngurinn í eldhúsinu. Hann fann fljótlega hvað þau vildu og vildu ekki borða og stýrði að það væri bara matur sem þau gátu ekki borðað og setti alltaf mikinn lauk. Svo sat hann yfir þeim við borðið og þetta var alltaf sá tími dags sem mig kveið mest fyrir. Hann var farinn að sitja og stara á þau í þögninni og taka þau alveg á taugum.“ Hún segir að börnin hafi alltaf þurft að loka öllum dyrum mjög hljóðlega, láta aldrei í sér heyra og ekki vera fyrir. Ef það gerðist varð allt stjórnlaust. Hann lamdi börnin aldrei en stjórnaði með því að sýna að hann gæti gert það og voru allir mjög hræddir. „Hann braut skrifborðsstól sem dóttir mín sat í einhver tímann þegar hún slökkti ekki ljósið. Hann barði í veggi, hann skellti hurðum og skúffum. Þetta var mjög kröftugur maður og þetta var mikill hávaði og við vorum mjög hrædd.“ Mikið er rætt um líkamlegt og kynferðisofbeldi og það ekki af ástæðulausu. Minna er þó rætt um andlegt ofbeldi og jafnvel fjárhagslegt ofbeldi sem er ekki síður alvarlegt. „Með tímanum varð þetta erfiðara og erfiðara og mörkin þín eru alltaf færð lengra,“ segir Jenný sem hafi oft á tíðum rætt þessa hegðun við manninn. „Þær snerust oft á tíðum um það að hann væri brotaþolinn. Hann var að fórna svo miklu fyrir okkur. Hann var í rauninni að fá svo lítið pláss í öllu þessu húsi. Hann var að leggja svo mikið á sig og þénaði meira en ég.“ Jenný var með manninum í þrettán ár og eiga þau barn saman sem er í dag sautján ára stúlka. Hann kom öðruvísi fram við hana en börn Jennýjar. Föst í aðstæðunum „Það voru ekki settar sömu kröfur á hana. Hún mátti vera með leikföngin sín út um allt og borða það sem hún vildi. Það sem bjargaði börnunum mínum í þessum aðstæðum var að þau voru mikið hjá vinum en dóttir okkar var í raun föst í þessari einingu og var alltaf í þessum aðstæðum. Hann var oft mjög reiður og kannski ekki við hana en allt andrúmsloftið var reitt.“ Hún segist hafa í raun verið föst í þessum aðstæðum þar sem hún lagði alla sína fjármuni í eignina. „Svo með tímanum þróast hlutirnir á þann veg að hann kvartar yfir því að geta ekki farið nægilega oft til útlanda og ég fer þá að taka yfirdrátt til að það geti gerst. Ég gat síðan ekki borgað hann niður.“ Jenný var í sambandi með manninum í þrettán ár. Á einum tímapunkti fékk Jenný nóg að tók börnin upp í bíl og keyrði um. Hún ætlaði í burtu frá honum en vissi í raun ekki hvert hún ætti að fara. Rúnturinn endaði því heima. „Þú átt heimili og þú átt þar rúm og þetta er athvarf. Þetta er þekkt óöryggi en þarna bregður honum eitthvað. Þarna ákveður hann allt í einu að brjóta odd á oflæti sínu og segir við mig að hann sé tilbúinn að gefa eftir hluta af bílskúrnum fyrir börnin mín ef ég greiði kostnaðinn af því ætlaði hann að gefa mér vinnuna.“ Þessi leið var því farin og börnin nokkuð sátt. Þetta versnaði allt í framhaldinu. Stelpan flutti til kærastans og maðurinn gerði lítið annað en að vera leiðinlegur við strákinn. Á þessum tíma var Jenný byrjuð í háskólanámi. „Það styrkti mig rosalega mikið. Ég var búin með eitt ár og ég fann þróttinn koma og ég var farin að setja kröfur og setja mörk.“ Hann var ekki hrifinn af því og varð bara reiðari og reiðari og á einum tímapunkti hafi hann viðurkennt að reyna hrekja drenginn í burtu. „Þá áttaði ég mig á því að hann var virkilega að gera þetta viljandi. Þetta var vont og erfitt en ég hugsaði alltaf að hann væri bara svo lélegur í samskiptum. Þegar ég sá að þessi hegðun hafði tilgang þá brá mér verulega mikið.“ Fjandinn laus Jenný ákveður að skilja við hann og tilkynnir honum það. „Þá verður fjandinn laus. Hann sturlast og lemur í veggi og borð og skellir hurðum. Svo rýkur hann út,“ segir Jenný og bætir við að þá hafi ofbeldið byrjað fyrir alvöru. Hann hótaði öllu illu en þar sem hún var í háskólanámi gat hún sótt um stúdentaíbúð sem hún fékk. Hún fór ekki aftur heim, fékk reyndar aldrei neitt út úr húsinu en var nokkuð sátt. Jenný vildi samt að dóttir þeirra fengi að ákveða hvort hún vildi vera í samskiptum við föður sinn. Hún fór til sálfræðings og lærði að umgangast hann sem hún vildi gera. Hjá sálfræðingnum var henni kennt það að hún gæti sett mörk. „Þá gat hún sagt við hann að hana langaði að tala við hann en hann mætti ekki tala um mig og hann. Hún gat þá sagt: Ef þú talar um þig og mömmu þá ætla ég að skella á. Hann passaði sig og þau hittast alltaf fast einu sinni í viku.“ Í dag er Jenný með master í kynjafræði og vinnur í Kvennaathvarfinu. Hún óskar engum að lenda í þessari stöðu en segir þó að hún væri ekki sú manneskja sem hún er í dag nema að hafa orðið fyrir þessari reynslu og er í dag sterkari. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heimilisofbeldi Ísland í dag Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þegar Jenný Kristín Valberg var tvítug kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum. Með honum var hún í sjö ár og eignaðist með honum tvö börn. Leiðir þeirra skildu, hún flutti á Selfoss og kynntist þar öðrum manni sem hún var vinkona í sjö mánuði áður en þau byrjuðu saman. Hann var í alla staði frábær, blíður og góður segir hún og ákváðu þau að byrja búa saman átta mánuðum síðar. Jenný flutti til Reykjavíkur með tvö börnin sín til hans en þá var hún orðin ólétt. Hann hafði þá reist hús og ákváðu þau að innrétta bílskúrin svo að fjölskyldan gæti flutt inn. Jenný seldi íbúðina sína og var sá peningur notaður til að innrétta. Þetta var í lok nóvember 2002 og eftir á sér hún mjög eftir því að hafa gert kröfu í að eignin væri að hluta til hennar. Um leið og flutt hafði verið inn gerðist þetta: „Um leið og hurðin lokaðist breyttist svolítið andrúmsloftið og aðallega gagnvart börnunum mínum. Hann fer að hunsa þau og þau fara að pirra hann,“ segir Jenný en þarna voru börnin sex og átta ára. „Þarna var bara ekki aftur snúið og ég var búinn að setja allt mitt í þetta. Ég hafði millifært inn á hann fyrir íbúðinni minni,“ segir Jenný sem sannfærði sjálfa sig að þetta væri einungis tímabil og að álagið væri mikið á öllum og að þetta myndi eflaust breytast. „Þetta var fjögurra herbergja hús og ég hafði séð fyrir mér að börnin mín fengju sitthvort herbergið. Vissulega var sonur hans að koma aðra hverja helgi en ég hugsaði að þá væri hægt að hliðra til og að annað herbergið gæti einhvern veginn verið beggja.“ Allt kom þó fyrir ekki segir Jenný. Börnin máttu helst ekki vera frammi „Hann var bara ofboðslega reiður að ég skildi voga mér að hugsa þetta þannig. Svo fór að bera á því að þau máttu ekki vera frammi og máttu helst bara koma fram á matartímum. Hann stjórnaði matartímunum, hann vildi elda og ég þreif allt eftir það. Hann var kóngurinn í eldhúsinu. Hann fann fljótlega hvað þau vildu og vildu ekki borða og stýrði að það væri bara matur sem þau gátu ekki borðað og setti alltaf mikinn lauk. Svo sat hann yfir þeim við borðið og þetta var alltaf sá tími dags sem mig kveið mest fyrir. Hann var farinn að sitja og stara á þau í þögninni og taka þau alveg á taugum.“ Hún segir að börnin hafi alltaf þurft að loka öllum dyrum mjög hljóðlega, láta aldrei í sér heyra og ekki vera fyrir. Ef það gerðist varð allt stjórnlaust. Hann lamdi börnin aldrei en stjórnaði með því að sýna að hann gæti gert það og voru allir mjög hræddir. „Hann braut skrifborðsstól sem dóttir mín sat í einhver tímann þegar hún slökkti ekki ljósið. Hann barði í veggi, hann skellti hurðum og skúffum. Þetta var mjög kröftugur maður og þetta var mikill hávaði og við vorum mjög hrædd.“ Mikið er rætt um líkamlegt og kynferðisofbeldi og það ekki af ástæðulausu. Minna er þó rætt um andlegt ofbeldi og jafnvel fjárhagslegt ofbeldi sem er ekki síður alvarlegt. „Með tímanum varð þetta erfiðara og erfiðara og mörkin þín eru alltaf færð lengra,“ segir Jenný sem hafi oft á tíðum rætt þessa hegðun við manninn. „Þær snerust oft á tíðum um það að hann væri brotaþolinn. Hann var að fórna svo miklu fyrir okkur. Hann var í rauninni að fá svo lítið pláss í öllu þessu húsi. Hann var að leggja svo mikið á sig og þénaði meira en ég.“ Jenný var með manninum í þrettán ár og eiga þau barn saman sem er í dag sautján ára stúlka. Hann kom öðruvísi fram við hana en börn Jennýjar. Föst í aðstæðunum „Það voru ekki settar sömu kröfur á hana. Hún mátti vera með leikföngin sín út um allt og borða það sem hún vildi. Það sem bjargaði börnunum mínum í þessum aðstæðum var að þau voru mikið hjá vinum en dóttir okkar var í raun föst í þessari einingu og var alltaf í þessum aðstæðum. Hann var oft mjög reiður og kannski ekki við hana en allt andrúmsloftið var reitt.“ Hún segist hafa í raun verið föst í þessum aðstæðum þar sem hún lagði alla sína fjármuni í eignina. „Svo með tímanum þróast hlutirnir á þann veg að hann kvartar yfir því að geta ekki farið nægilega oft til útlanda og ég fer þá að taka yfirdrátt til að það geti gerst. Ég gat síðan ekki borgað hann niður.“ Jenný var í sambandi með manninum í þrettán ár. Á einum tímapunkti fékk Jenný nóg að tók börnin upp í bíl og keyrði um. Hún ætlaði í burtu frá honum en vissi í raun ekki hvert hún ætti að fara. Rúnturinn endaði því heima. „Þú átt heimili og þú átt þar rúm og þetta er athvarf. Þetta er þekkt óöryggi en þarna bregður honum eitthvað. Þarna ákveður hann allt í einu að brjóta odd á oflæti sínu og segir við mig að hann sé tilbúinn að gefa eftir hluta af bílskúrnum fyrir börnin mín ef ég greiði kostnaðinn af því ætlaði hann að gefa mér vinnuna.“ Þessi leið var því farin og börnin nokkuð sátt. Þetta versnaði allt í framhaldinu. Stelpan flutti til kærastans og maðurinn gerði lítið annað en að vera leiðinlegur við strákinn. Á þessum tíma var Jenný byrjuð í háskólanámi. „Það styrkti mig rosalega mikið. Ég var búin með eitt ár og ég fann þróttinn koma og ég var farin að setja kröfur og setja mörk.“ Hann var ekki hrifinn af því og varð bara reiðari og reiðari og á einum tímapunkti hafi hann viðurkennt að reyna hrekja drenginn í burtu. „Þá áttaði ég mig á því að hann var virkilega að gera þetta viljandi. Þetta var vont og erfitt en ég hugsaði alltaf að hann væri bara svo lélegur í samskiptum. Þegar ég sá að þessi hegðun hafði tilgang þá brá mér verulega mikið.“ Fjandinn laus Jenný ákveður að skilja við hann og tilkynnir honum það. „Þá verður fjandinn laus. Hann sturlast og lemur í veggi og borð og skellir hurðum. Svo rýkur hann út,“ segir Jenný og bætir við að þá hafi ofbeldið byrjað fyrir alvöru. Hann hótaði öllu illu en þar sem hún var í háskólanámi gat hún sótt um stúdentaíbúð sem hún fékk. Hún fór ekki aftur heim, fékk reyndar aldrei neitt út úr húsinu en var nokkuð sátt. Jenný vildi samt að dóttir þeirra fengi að ákveða hvort hún vildi vera í samskiptum við föður sinn. Hún fór til sálfræðings og lærði að umgangast hann sem hún vildi gera. Hjá sálfræðingnum var henni kennt það að hún gæti sett mörk. „Þá gat hún sagt við hann að hana langaði að tala við hann en hann mætti ekki tala um mig og hann. Hún gat þá sagt: Ef þú talar um þig og mömmu þá ætla ég að skella á. Hann passaði sig og þau hittast alltaf fast einu sinni í viku.“ Í dag er Jenný með master í kynjafræði og vinnur í Kvennaathvarfinu. Hún óskar engum að lenda í þessari stöðu en segir þó að hún væri ekki sú manneskja sem hún er í dag nema að hafa orðið fyrir þessari reynslu og er í dag sterkari. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heimilisofbeldi Ísland í dag Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira