Svæfingalæknir hefur ítrekað íhugað uppsögn á Landspítala vegna álags Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 18:42 Theodór Skúli hefur starfað sem svæfingalæknir á Landspítala síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira