Það er ekkert sjálfgefið, Kristinn H. Svanur Guðmundsson skrifar 9. júní 2020 17:00 Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun