Skoða hvort stjórnarseta Evu Bryndísar hjá Högum brjóti gegn sátt Samkeppniseftirlitsins Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 14:41 Hagkaup er í eigu Haga. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins. Markaðir Samkeppnismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins.
Markaðir Samkeppnismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira