Magn birkifrjókorna í Garðabæ sprengdi skalann Telma Tómasson skrifar 9. júní 2020 14:16 Þetta er þessi tími ársins. Getty Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is. Garðabær Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Garðabær Heilsa Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira